Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   lau 13. ágúst 2022 17:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Árbæ
Sjö jafntefli í röð - „Hef lítið spáð í það, en þetta er orðið mjög þreytt"
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Leikurinn var skemmtilegur, bæði lið fengu sín færi til að klára leikinn. Báðum liðum voru mislagðar fætur fyrir framan markið en ég er ekki að sjá það í fyrsta sinn í sumar," sagði Jón Steindór Þorsteinsson, þjálfari Fylkis, eftir markalaust jafntefli gegn Fjarðab/Hetti/Leikni í Lengjudeildinni í dag.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  0 Fjarðab/Höttur/Leiknir

„Þetta er búið að vera stöngin út í sumar. Við erum búnar að fara virkilega illa með færin okkar."

Þetta er sjöunda jafntefli Fylkis í röð en það er spurning hvort það sé Íslandsmet fyrir marga jafnteflisleiki í röð?

„Ég hef lítið spáð í það, en þetta er orðið mjög þreytt. Við erum ekki að spila upp á jafntefli. Þetta hefur verið stöngin út. Við höfum farið mjög illa með færin. Ef þú skorar ekki, þá vinnur þú ekki. Þetta er ekki flókið."

„Maður verður að virða stigið, en auðvitað viljum við hafa þau þrjú. Það er ekkert launungarmál."

Fylkisliðið er í uppbyggingu en það er orðið nokkuð ljóst að þær verða áfram í Lengjudeildinni á næstu leiktíð.

Hér fyrir ofan má sjá ítarlegt viðtal við Jón Steindór.
Athugasemdir
banner
banner