Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 13. ágúst 2022 12:00
Aksentije Milisic
Ten Hag: Ronaldo aldrei sagt mér að hann vilji fara
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: Getty Images

Erik ten Hag, stjóri Manchester United, segir að það sé ekki í plönum Cristiano Ronaldo að yfirgefa félagið áður en félagsskiptaglugginn lokar.


Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Ronaldo en hann er sagður vilja fara til liðs sem mun spila í Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð. Allt virðist nú stefna í það að Portúgalinn verði áfram í Manchester.

„Hann hefur ekki sagt mér það,” sagði Ten Hag þegar hann var spurður út í Ronaldo og að hann vilji fara frá félaginu.

„Við höfum nú þegar staðfest það að hann er í okkar plönum. Við plönum liðið með hann í huga og einnig í kringum hann,” sagði Ten Hag á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Brentford í dag.

Þá tjáði hann sig einnig um Marcus Rashford en hann sagði að hann vilji alls ekki missa Rashford frá félaginu eins og greint var frá í gær.

Man Utd tapaði fyrsta deildarleik sínum sem var gegn Brighton um síðustu helgi en leiknum lauk með 1-2 sigri Brighton á Old Trafford.


Athugasemdir
banner
banner
banner