Matthijs de Ligt og Noussair Mazraoui, leikmenn Bayern München, munu báðir í dag skrifa undir hjá Manchester United.
Þeir eru báðir búnir að vera með persónulegt samkomulag við United í nokkrar vikur en félagið náði samkomulagi við Bayern um kaupverð liðna helgi.
Þeir eru báðir búnir að vera með persónulegt samkomulag við United í nokkrar vikur en félagið náði samkomulagi við Bayern um kaupverð liðna helgi.
De Ligt er 25 ára hollenskur miðvörður sem hefur spilað fyrir Juventus og Ajax. Mazraoui er marokkóskur bakvörður sem var einig hjá Ajax.
United þarf að borga 45 milljónir evra fyrir De Ligt en sú upphæð gæti endað í 50 milljónum evra með tímanum. Þá kostar Noussair Mazraoui um 20 milljónir evra.
Erik ten Hag, stjóri Man Utd, vill efla varnarleik United en liðið var í miklum meiðslavandræðum á því svæði á síðasta tímabili.
Man Utd hefur leik í ensku úrvalsdeildinni næsta föstudag.
Athugasemdir