Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 13. september 2021 11:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Meistaradeild kvenna: Breiðablik með PSG og Real í riðli - Einn Íslendingariðill
Blikar fögnuðu á fimmtudag.
Blikar fögnuðu á fimmtudag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sara Björk vann keppnina með Lyon síðasta sumar.
Sara Björk vann keppnina með Lyon síðasta sumar.
Mynd: Getty Images
Í dag var dregið í fyrstu riðlakeppnina í sögu Meistaradeildar kvenna. Breiðablik var fyrst íslenskra liða til að vera í pottinum þegar dregið var í riðlakeppni í Evrópukeppni. Breiðablik lagði króatíska liðið Osijek á fimmtudag og tryggði sér sæti í riðlakeppninni.

Breiðablik er í B-riðli með Frakklandsmeisturum PSG, spænska stórliðinu Real Madrid og Kharkiv frá Úkraínu.

Barcelona er ríkjandi Evrópumeistari og liðið er í C-riðli. D-riðill er svo Íslendingariðill. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir eru hjá Bayern, Sara Björk Gunnarsdóttir er hjá Lyon, Diljá Ýr Zomers er hjá Häcken og Cloe Lacasse er í Benfica.

Í riðlakeppni er leikið heima og að heiman og hefst riðlakeppnin í október.

Riðill A:
Chelsea
Wolfsburg
Juventus
Servette

Riðill B:
PSG
Breiðablik
Real Madrid
Kharkiv

Riðill C:
Barcelona
Arsenal
Hoffenheim
HB Köge

Riðill D:
Bayern Munchen
Lyon
Häcken
Benfica
Athugasemdir
banner
banner