Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 13. september 2021 08:50
Elvar Geir Magnússon
Pep vill fá Phillips - Barcelona hefur áhuga á Dani Olmo
Powerade
Kalvin Phillips.
Kalvin Phillips.
Mynd: EPA
Dani Olmo.
Dani Olmo.
Mynd: Getty Images
 Nathan Patterson.
Nathan Patterson.
Mynd: EPA
Phillips, Olmo, Fofana, Rodriguez, Isak, Dembele, Vlahovic og fleiri koma við sögu í slúðurpakkanum. BBC tók saman.

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, vill fá enska miðjumanninn Kalvin Phillips (25) frá Leeds United fyrir næsta tímabil. (Fichaje)

Barcelona hefur áhuga á Dani Olmo (23), vængmanni RB Leipzig, en Manchester United, Juventus og Bayern München hafa einnig áhuga á honum. (Marca)

Franski varnarmaðurinn Wesley Fofana (20) hjá Leicester segir að Real Madrid sé stærsta félag heims og draumur sinn sé að spila fyrir það. (Youtube)

Everton náði ekki að losa sig við James Rodriguez (30) þar sem ekkert félag var tilbúið að borga launatölur hans. Hann er með 250 þúsund pund í vikulaun. (Football Insider)

Barcelona hefur áhuga á Youri Tielemans (24), miðjumanni Leicester en er ekki með hann á neinum forgangslista. (Mundo Deportivo)

Everton á góða möguleika á að fá Nathan Patterson (19), bakvörð Rangers, í næsta glugga eftir að Liverpool hætti við að reyna að fá skoska landsliðsmanninn. (Sun)

Dwight McNeil (21) seigst ánægður hjá Burnley. Það komu engin formleg tilboð í leikmanninn í sumar þrátt fyrir áhuga. (Lancs Live)

Nokkur úrvalsdeildarfélög hafa áhuga á Alexander Isak (21) en sænski sóknarmaðurinn skrifaði undir nýjan langtímasamning við Real Sociedad. Arsenal og Chelsea hafa horft til hans í nokkurn tíma. (Fichajes)

Tottenham Hotspur hefur hafið viðræður við Ajax um hollenska varnarmanninn Jurrien Timber (20). (Todofichajes)

Barcelona hyggst funda með umboðsmanni Ousmane Dembele (24) um að framlengja samningi hans. (Mundo Deportivo)

Barcelona hefur áhuga á Franck Kessie (24) hjá AC Milan en fær samkeppni frá Liverpool, Tottenham og Paris St-Germain um miðjumanninn. (Mundo Deportivo)

Dusan Vlahovic (21) er í viðræðum við Fiorentina um framlengingu á samningi. Tottenham og Atletico Madrid sýndu serbneska sóknarmanninum áhuga í sumar. (Fabrizio Romano)

Frakkinn Houssem Aouar (23) talar niður fréttir sem orða hann við Arsenal. Hann segist vilja hjálpa Lyon að komast í Meistaradeildina. (Metro)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner