Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 13. október 2018 17:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mancini: Við megum tapa gegn Póllandi
Mynd: Getty Images
Ítalía er með Portúgal og Póllandi í riðli í A-deild Þjóðadeildarinnar og er að berjast við þá síðarnefndu um annað sætið.

Portúgal er á toppnum með sex stig á meðan Ítalía og Pólland eru aðeins með eitt. Roberto Mancini, landsliðsþjálfari Ítalíu, segir að markmiðið hafi aldrei verið að vinna Þjóðadeildina.

„Ég tók við landsliðinu í maí. Markmiðið í dag er nákvæmlega það sama og þegar ég tók við; að komast á EM 2020," sagði Mancini á fréttamannafundi.

„Portúgal er besta liðið í riðlinum og við erum að berjast um annað sæti við Pólverja. Við höfum verið að nota þessa leiki í Þjóðadeildinni til að endurbyggja landsliðið og prófa nýja leikmenn og leikkerfi.

„Markmiðið er að finna réttu uppskriftina áður en undankeppnin fyrir EM fer af stað."


Það er meira en ár síðan Ítalía vann síðast keppnisleik og segist Mancini þurfa meiri tíma með liðið. Hann tekur einnig fram að úrslitin gegn Póllandi skipti engu máli fyrir landsliðið.

„Þú byggir ekki nýtt landslið í fimm leikjum, það er flókið ferli sem getur tekið langan tíma.

„Þó við töpum gegn Póllandi þá er ekkert að fara að breytast, við megum tapa þessum leik. Þjóðadeildin var sett á laggirnar til að gera meira úr vináttulandsleikjum og skiptir í raun afar litlu máli."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner