Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 13. október 2019 19:00
Brynjar Ingi Erluson
Jorginho gæti snúið aftur til Ítalíu
Jorginho gæti farið aftur til Ítalíu
Jorginho gæti farið aftur til Ítalíu
Mynd: Getty Images
Joao Santos, umboðsmaður ítalska landsliðsmannsins Jorginho, útilokar ekki þann möguleika á að skjólstæðingur hans leiti aftur heim til Ítalíu.

Jorginho skoraði fyrra mark ítalíu gegn Grikklandi í 2-0 sigri liðsins í gær en Ítalía tryggði um leið sæti sitt á EM.

Ítalski landsliðsmaðurinn er byrjunarliðsmaður hjá Chelsea en hugur hans gæti leitað aftur heim til Ítalíu. Hann kom til Chelsea frá Napoli sumarið 2018.

„Þetta hefur verið ótrúlega jákvætt ár hjá Jorginho. Honum gengur vel með landsliðinu og fer núna á EM. Hann skorar alltaf úr vítum og ég er mjög ánægður fyrir hans hönd," sagði Santos.

„Það hjálpar stöðu hans að hann spilar fyrir Chelsea því það er mikil ákefð í leikstílnum á Englandi og hann hefur lært mikið af Maurizio Sarri og Frank Lampard."

„Ég held að Jorginho eigi eftir að gera vel á EM og á næsta heimsmeistaramóti. Snýr hann aftur til Ítalíu? Það er allt mögulegt í þessum heimi og þessi hugmynd mun eflaust alltaf blunda í honum,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner