Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 13. október 2019 20:57
Brynjar Ingi Erluson
Undankeppni EM: Pólland á EM - Can fékk rautt í öruggum sigri Þýskalands
Robert Lewandowski lagði upp bæði mörk Póllands sem fer á EM
Robert Lewandowski lagði upp bæði mörk Póllands sem fer á EM
Mynd: Getty Images
Ilkay Gundogan skoraði tvö og lagði upp eitt í sigri á Eistlandi
Ilkay Gundogan skoraði tvö og lagði upp eitt í sigri á Eistlandi
Mynd: Getty Images
Pólska landsliðið tryggði sæti sitt á EM 2020 eftir að hafa unnið góðan 2-0 sigur á Norður-Makedóníu.

Í C-riðli komst Þjóðverjar upp að hlið Hollendingum með 3-0 sigri á Eistlandi. Emre Can fékk að líta rauða spjaldið í liðið Þýskalands á 17. mínútu er hann misreiknaði sendingu og ætlaði að redda sér með því að fleygja sér í tæklingu en uppskar rautt spjald þar sem hann rændi upplögðu tækifæri.

Staðan í hálfleik var markalaus en í þeim síðari tóku Þjóðverjar við sér. Ilkay Gundogan reyndist hetja Þjóðverja en hann skoraði tvö mörk á sex mínútum áður en hann lagði upp þriðja markið fyrir Timo Werner.

Þýskaland er með því með 15 stig, eða jafnmörg stig og Holland á meðan Norður-Írland er í 3. sæti með 12 stig.

Þá er allt að galopnast í E-riðli en Wales og Króatía gerðu 1-1 jafntefli. Nikola Vlasic, leikmaður CSKA Moskvu, gerði mark Króatíu en Gareth Bale jafnaði fyrir Wales undir lok fyrri hálfleiks.

Króatía er á toppnum með 14 stig, tveim stigum fyrir ofan Ungverjaland og fjórum stigum á undan Slóvakíu sem er í þriðja sæti. Wales er með 8 stig í fjórða sæti og á leik inni.

Pólland er komið á EM eftir 2-0 sigur sinn á Norður-Makedóníu en Robert Lewandowski lagði upp bæði mörkin. Pólland er í efsta sæti með 19 stig og með öruggt sæti á EM en líklegt er að Austurríki fylgi Pólandi.

Austurríki vann Slóveníu 1-0. Stefan Posch gerði markið en Austurríki er með 15 stig í öðru sæti og getur tryggt sig á EM í næsta leik.

Eistland 0 - 3 Þýskaland
0-1 Ilkay Gundogan ('52 )
0-2 Ilkay Gundogan ('58 )
0-3 Timo Werner ('71 )
Rautt spjald:Emre Can, Þýskaland ('17)

Wales 1 - 1 Króatía
0-1 Nikola Vlasic ('9 )
1-1 Gareth Bale ('45 )

Slóvenía 0 - 1 Austurríki
0-1 Stefan Posch ('21 )
Rautt spjald:Denis Popovic, Slóvenía ('89)

Pólland 2 - 0 Norður-Makedónía
1-0 Przemyslaw Frankowski ('74 )
2-0 Arkadiusz Milik ('80 )
Athugasemdir
banner
banner