Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
   fim 13. október 2022 12:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnar Halls: Við munum hrista saman einhvern kokteil sem virkar líka
Lengjudeildin
Arnar Hallsson, nýr þjálfari Njarðvíkur.
Arnar Hallsson, nýr þjálfari Njarðvíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Stefán Marteinn Ólafsson
Njarðvík stefnir á topp fimm í Lengjudeildinni.
Njarðvík stefnir á topp fimm í Lengjudeildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta leggst mjög vel í mig," segir Arnar Hallsson, nýráðinn þjálfari Njarðvíkur. Hann hlakkar til að takast á við nýtt verkefni á Suðurnesjum og er bjartsýnn á framhaldið.

Arnar hefur á sínum þjálfaraferli meðal annars þjálfað meistaraflokk karla hjá Aftureldingu og ÍR. Hann hætti hjá Breiðholtsliðinu á miðju tímabili í sumar þegar hann sagði félagið ekki hafa staðið við gefin loforð.

Einar Orri Einarsson og Magnús Þórir Matthíasson, sem voru lykilmenn á síðustu leiktíð, verða ekki með liðinu á næstu leiktíð. Einar Orri fékk ekki nýjan samning hjá félaginu og Magnús Þórir ákvað að hætta í fótbolta.

„Ég veit ekki um neina aðra sem við höfum misst en þessa tvo. Við ætlum okkur ekki að missa fleiri. Vonandi náum við að vinna með hópinn sem við höfum og fylla upp í það á þann hátt. Vonandi náum við að vinna það upp með góðri vinnu með þessum sem hér með mér standa. Við ætlum að leggja okkur alla fram í að gera leikmennina betri og það mun skila einhverju. Svo er alveg ljóst að við munum styrkja liðið líka," segir Arnar.

Þjálfarateymið sem stýrði Njarðvík til sigurs í 2. deildinni í sumar hefur kvatt félagið og mun Arnar stýra liðinu í Lengjudeildinni á næstu leiktíð ásamt sínu teymi. Hann tekur við liðinu af Bjarna Jóhannssyni sem gerði ekki nýjan samning við félagið.

„Bjarni stóð sig frábærlega og skilaði framúrskarandi verki. Það er alveg ljóst að við þurfum að standa okkur. Ég er alveg viss um að við munum hrista saman einhvern kokteil sem virkar líka."

Stefnan hjá Njarðvík er sett á fimmta sætið eða ofar, en það verða breytingar á Lengjudeildinni á næstu leiktíð þar sem efsta sætið fer beint upp en liðin í öðru til fimmta sæti fara í úrslitakeppni um eitt laust sæti í efstu deild.

„Við erum þar," sagði Arnar en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Aðstoðarþjálfari hans verður Arnar Smárason, fyrrum þjálfari Víðis í Garði, og styrktarþjálfari er Sigurður Már Birnisson.
Athugasemdir
banner