Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fim 13. október 2022 11:30
Elvar Geir Magnússon
Davíð Smári: Hógværð kannski ekki ein af hans sterku hliðum
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Smári Lamude var í morgun kynntur sem nýr þjálfari Vestra í Lengjudeildinni.

„Ég er spenntur fyrir þessu og hlakka til að byrja að vinna í leikmannahópnum og koma þessu af stað," segir Davíð. Hann segir að aðdragandinn hafi ekki verið langur.

„Þegar ljóst var að þetta væri möguleiki þá var bara keyrt á þetta," segir Davíð sem segir að það hafi verið gríðarlega erfið ákvörðun að skilja við verkefnið hjá Kórdrengjum.

„Það er ótrúlega erfitt að skilja við þetta, maður hefur verið í mörgum stöðugildum þar. Ég hef fulla trú á Kórdrengjum, það verða augljóslega breytingar en vonandi halda þeir áfram með það einkenni sem við höfum náð að skapa þar."

„Vestri er með sterkan leikmannahóp en við þurfum að vinna aðeins í liðsheildinni. Stærsta áskorunin verður að finna stöðugleika. Það verða engar stórar yfirlýsingar frá mér. Sammi (Samúel Samúelsson) hefur mörg góð einkenni en hógværð er kannski ekki ein af hans sterku hliðum. Það hefur kannski ekki verið þannig hjá mér heldur. Verkefnið hjá Vestra er vissulega stórt og við þurfum að byrja á byrjuninni, ná góðri byrjun á mótinu og sjá hverju það skilar okkur."

„Mér fannst sú ákvörðun að flytja á Ísafjörð tiltölulega auðveld. Töluvert auðveldari en sú ákvörðun að fara frá Kórdrengjum. Þetta er fínn staður fyrir mig. Ég væri helst til í að flytja strax á morgun og byrja að vinna í leikmannahópnum,"

Í viðtalinu, sem er í heild í sjónvarpinu hér að ofan, ræðir Davíð nánar um þetta nýja verkefni sitt, breytingar á fyrirkomulagi Lengjudeildarinnar, aðstöðuleysi og fleira.
Athugasemdir
banner
banner