Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
   fim 13. október 2022 11:30
Elvar Geir Magnússon
Davíð Smári: Hógværð kannski ekki ein af hans sterku hliðum
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Smári Lamude var í morgun kynntur sem nýr þjálfari Vestra í Lengjudeildinni.

„Ég er spenntur fyrir þessu og hlakka til að byrja að vinna í leikmannahópnum og koma þessu af stað," segir Davíð. Hann segir að aðdragandinn hafi ekki verið langur.

„Þegar ljóst var að þetta væri möguleiki þá var bara keyrt á þetta," segir Davíð sem segir að það hafi verið gríðarlega erfið ákvörðun að skilja við verkefnið hjá Kórdrengjum.

„Það er ótrúlega erfitt að skilja við þetta, maður hefur verið í mörgum stöðugildum þar. Ég hef fulla trú á Kórdrengjum, það verða augljóslega breytingar en vonandi halda þeir áfram með það einkenni sem við höfum náð að skapa þar."

„Vestri er með sterkan leikmannahóp en við þurfum að vinna aðeins í liðsheildinni. Stærsta áskorunin verður að finna stöðugleika. Það verða engar stórar yfirlýsingar frá mér. Sammi (Samúel Samúelsson) hefur mörg góð einkenni en hógværð er kannski ekki ein af hans sterku hliðum. Það hefur kannski ekki verið þannig hjá mér heldur. Verkefnið hjá Vestra er vissulega stórt og við þurfum að byrja á byrjuninni, ná góðri byrjun á mótinu og sjá hverju það skilar okkur."

„Mér fannst sú ákvörðun að flytja á Ísafjörð tiltölulega auðveld. Töluvert auðveldari en sú ákvörðun að fara frá Kórdrengjum. Þetta er fínn staður fyrir mig. Ég væri helst til í að flytja strax á morgun og byrja að vinna í leikmannahópnum,"

Í viðtalinu, sem er í heild í sjónvarpinu hér að ofan, ræðir Davíð nánar um þetta nýja verkefni sitt, breytingar á fyrirkomulagi Lengjudeildarinnar, aðstöðuleysi og fleira.
Athugasemdir
banner