Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
banner
   fim 13. október 2022 11:30
Elvar Geir Magnússon
Davíð Smári: Hógværð kannski ekki ein af hans sterku hliðum
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Smári Lamude var í morgun kynntur sem nýr þjálfari Vestra í Lengjudeildinni.

„Ég er spenntur fyrir þessu og hlakka til að byrja að vinna í leikmannahópnum og koma þessu af stað," segir Davíð. Hann segir að aðdragandinn hafi ekki verið langur.

„Þegar ljóst var að þetta væri möguleiki þá var bara keyrt á þetta," segir Davíð sem segir að það hafi verið gríðarlega erfið ákvörðun að skilja við verkefnið hjá Kórdrengjum.

„Það er ótrúlega erfitt að skilja við þetta, maður hefur verið í mörgum stöðugildum þar. Ég hef fulla trú á Kórdrengjum, það verða augljóslega breytingar en vonandi halda þeir áfram með það einkenni sem við höfum náð að skapa þar."

„Vestri er með sterkan leikmannahóp en við þurfum að vinna aðeins í liðsheildinni. Stærsta áskorunin verður að finna stöðugleika. Það verða engar stórar yfirlýsingar frá mér. Sammi (Samúel Samúelsson) hefur mörg góð einkenni en hógværð er kannski ekki ein af hans sterku hliðum. Það hefur kannski ekki verið þannig hjá mér heldur. Verkefnið hjá Vestra er vissulega stórt og við þurfum að byrja á byrjuninni, ná góðri byrjun á mótinu og sjá hverju það skilar okkur."

„Mér fannst sú ákvörðun að flytja á Ísafjörð tiltölulega auðveld. Töluvert auðveldari en sú ákvörðun að fara frá Kórdrengjum. Þetta er fínn staður fyrir mig. Ég væri helst til í að flytja strax á morgun og byrja að vinna í leikmannahópnum,"

Í viðtalinu, sem er í heild í sjónvarpinu hér að ofan, ræðir Davíð nánar um þetta nýja verkefni sitt, breytingar á fyrirkomulagi Lengjudeildarinnar, aðstöðuleysi og fleira.
Athugasemdir
banner