Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   sun 13. október 2024 19:30
Brynjar Ingi Erluson
Guðmundur Óli tekinn við Magna (Staðfest)
Guðmundur Óli og Gísli Gunnar Oddgeirsson, framkvæmdastjóri Magna, við undirskrift
Guðmundur Óli og Gísli Gunnar Oddgeirsson, framkvæmdastjóri Magna, við undirskrift
Mynd: Magni Grenivík
Guðmundur Óli Bergmann Steingrímsson er nýr þjálfari Magna á Grenivík en hann skrifaði í dag undir tveggja ára samning við félagið.

Síðustu tvö ár hefur Guðmundur verið spilandi aðstoðarþjálfari Magna en aðalþjálfarastarfið losnaði eftir að Óskar Bragason hætti með liðið eftir tímabilið.

Hann er nú tekinn við liðinu og mun stýra því næstu tvö árin en þetta er hans fyrsta aðalþjálfarastarf í meistaraflokki.

Guðmundur Óli spilaði 449 leiki og skoraði 65 mörk á fótboltaferli sínum með Magna, KA, Völsungi, Þór, KV, KFG og Boltafélagi Húsavíkur.

Magni hafnaði í 5. sæti í 3. deildinni í sumar með 33 stig.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner