Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verður auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
   mán 13. október 2025 22:22
Kári Snorrason
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Eimskip
Sævar Atli Magnússon.
Sævar Atli Magnússon.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Geðveikt stig, sterkt að lenda undir gegn Frakklandi og að ná að komast til baka. Svekkjandi að ná ekki að spila meira, mér fannst ég vera að gera vel þegar ég var inn á. Mér fannst ég ná að stríða þeim mikið, vinna mikið af boltum og djöflast í þeim. Svekkjandi að ná ekki að klára leikinn en það skiptir ekki máli því við fengum stig,“ sagði Sævar Atli Magnússon eftir 2-2 jafntefli gegn Frökkum á Laugardalsvelli fyrr í kvöld. Sævar fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks.


Lestu um leikinn: Ísland 2 -  2 Frakkland

„Ég er að reyna að bjarga einhverri sendingu og ég stíg asnalega í fótinn og fæ slink í utanvert hnéð. Ég er búinn að vera í smá vandræðum með hnéð í tvær, þrjár vikur. Hélt að þetta væri orðið gott en nú fæ ég einhvern slink, vonandi ekkert alvarlegt. Ég tékka betur á þessu þegar ég fer út til Brann.“ 

Hvernig var að horfa á seinni hálfleikinn frá bekknum?

„Ógeðslega erfitt, það er alltaf erfitt að fara útaf. Þegar þeir komust í 2-1, hugsaði maður: Ég trúi þessu ekki. En við jöfnum strax og það var geðveikt þá fengum við aftur meðbyrinn, síðan gerist voða lítið síðustu mínúturnar. Við náðum að drepa leikinn sem var mjög vel gert hjá okkur.“ 

Til þess að eiga möguleika á að komast á HM þurfum við svona stórar frammistöður líkt og í kvöld, ekki satt?

„Hundrað prósent, nú erum við skiljanlega mikið búnir að ræða þennan Úkraínuleik. Við erum að fara í úrslitaleik gegn Úkraínu í næsta glugga og það er mikilvægt að fara með sjálfstraust í þann leik. Mér finnst með hverjum glugga við verða betri og ég hef trú á því að við verðum enn betri í nóvember.“ 

Ísland þarf að vinna Aserbaídsjan eða treysta á að Úkraína vinni ekki Frakkland í næsta glugga til þess að eiga möguleika á úrslitaleik gegn Úkraínu.


Athugasemdir
banner
banner
banner