Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 13. desember 2018 09:21
Magnús Már Einarsson
Juventus vill Pogba - Bailly eða Cahill til Arsenal?
Powerade
Hvað verður um Paul Pogba í janúar?
Hvað verður um Paul Pogba í janúar?
Mynd: Getty Images
Eric Bailly er orðaður við Arsenal.
Eric Bailly er orðaður við Arsenal.
Mynd: Getty Images
Það er hitt og þetta sem kemur fram í slúðurpakka dagsins. Skoðum það.



Tottenham reiknar með að Real Madrid og Manchester United reyni að fá Mauricio Pochettino sem stjóra í lok tímabils. (Guardian)

Juventus vill kaupa Paul Pogba (25) frá Manchester United á 80 milljónir punda í janúar. Ef það gengur ekki ætlar félagið að kaupa Isco (26) frá Real Madrid. (Tuttosport)

Jose Mourinho hefur gert leikmenn Manchester United reiða með því að skipuleggja æfingu klukkan 16:00 á Jóladag. (Sun)

Arsenal ætlar að reyna að fá miðvörð í janúar en Eric Bailly (24) hjá Manchester United, Gary Cahill (32) hjá Chelsea og Fernando Calero (23) hjá Real Valladolid koma til greina. (Mirror)

Tottenham hefur áhuga á að fá Marco Asensio (22) miðjumann Real Madrid ef Christian Eriksen (26) fer frá félaginu. (Marca)

Möguleiki er á að ekkert verði af félagaskiptum Miguel Almiron (24) til Newcastle út af óvissuástandi hjá félaginu. (Star)

Andre Gomes (25) segir að það sé heiður að spila fyrir Everton. Gomes er í láni frá Barcelona en Everton gæti keypt hann næsta sumar. (Liverpool Echo)

Framherjinn Fernando Llorente (33) er tilbúinn að fara frá Tottenham og snúa aftur til Athletic Bilbao. (Evening Standard)

Eleven Sports UK, fyrirtæki í eigu Andrea Radrizzani eiganda Leeds, gæti verið lokað á næstunni. Það gæti haft áhrif á rekstur Leeds. (Telegarph)

Atlanta United hefur þvertekið fyrir það að félagið sé að reyna að fá Marcelo Bielsa stjóra Leeds. (Mail)

Tottenham er í góðu sambandi við UEFA um það hvort félagið geti spilað í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á nýjum leikvangi sínum eða ekki. (Telegraph)

Real Madrid er nálægt því að kaupa miðjumanninn Exequiel Palacios (20) frá River Plate en hann er væntanlegur til félagsins í janúar. (Marca)

Real Madrid gæti líka reynt að fá Mauro Icardi (25) eftir að Inter mistókst að komast í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. (AS)

Newcastle er að skoða japanska kantmanninn Ritsu Doan (20) hjá Groningen. (Chronicle)
Athugasemdir
banner
banner
banner