Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 13. desember 2019 18:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Milner tók þátt í veislunni - Framlengdi samning sinn
Mynd: Getty Images
James Milner, varafyrirliði Liverpool, tók þátt í undirskriftarveislu hjá Liverpool í dag. Fyrr í dag skrifaði Jurgen Klopp, stjóri félagsins, ásamt aðstoðarmönnum sínum undir samning sem gildir til 2024.

Milner skrifaði síðdegis í dag undir nýjan samning sem gildir út leiktíðina 2021-22. Milner er í dag 33 ára og hefði gamli samningur hans runnið út í sumar.

Milner gekk í raðir Liverpool árið 2015 á frjálsri sölu frá Manchester City. Milner getur bæði leikið á miðjunni sem og í bakvarðarstöðunum. Ef Andy Robertson, vinstri bakvörður, er ekki í liði Liverpool má oftar en ekki sjá Milner spila í þeirri stöðu.

Milner hefur samtals spilað 198 leiki fyrir Liverpool og skorað í þeim 25 mörk.


Athugasemdir
banner
banner
banner