Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 14. janúar 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Patrik Sigurður spilaði í sigri á móti Bayern
Patrik Sigurður Gunnarsson.
Patrik Sigurður Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn efnilegi Patrik Sigurður Gunnarsson spilaði með B-liði Brentford þegar liðið sigraði í æfingaleik sínum gegn unglingaliði Bayern München um liðna helgi.

Patrik spilaði 75 mínútur í leiknum og átti nokkrar vörslur að því er kemur fram á heimasíðu Brentford. Patrik fékk á sig eitt mark.

Patrik fór út til Brentford síðasta sumar, en hann fór þangað frá Breiðabliki. Patrik er 18 ára gamall og á að baki leiki fyrir U19, U18 og U17 landslið Íslands.

Kolbeinn Birgir Finnsson er líka á mála hjá Brentford og hefði mögulega spilað þennan leik gegn Bayern ef hann hefði ekki verið í landsliðsverkefni í Katar.

Kolbeinn Birgir spilaði síðasta föstudag sinn fyrsta A-landsleik. Hann ræddi við Fótbolta.net eftir leikinn.


Athugasemdir
banner