Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 14. janúar 2020 22:29
Ívan Guðjón Baldursson
Mourinho: Pirrandi að skora ekki fjögur eða fimm
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho var ánægður með 2-1 sigur Tottenham gegn Middlesbrough en ósáttur með hversu naumur hann var.

Heimamenn komust í 2-0 í upphafi leiks en tókst ekki að bæta við marki. Gestirnir voru betri í síðari hálfleik og minnkuðu muninn undir lokin en náðu ekki að jafna.

„Við vorum oft nálægt því að komast í 3-0. Ég sagði við strákana í hálfleik að við þyrftum að skora þriðja markið því annars gætum við lent í vanda," sagði Mourinho.

„Við vissum að þetta yrðu erfiðir andstæðingar og stóðum okkur vel. Það var pirrandi að fá þetta mark á okkur og enn meira pirrandi að skora ekki þrjú, fjögur eða fimm mörk í leiknum.

„Við gerðum okkar besta og núna einbeitum við okkur að næsta leik gegn Watford í úrvalsdeildinni. Við munum setja bikarinn aftur í forgang þegar við mætum Southampton."


Mourinho gaf ungum varnarmanni tækifæri í byrjunarliðinu. Japhet Tanganga tók stöðu Serge Aurier í hægri bakverði og átti góðan leik.

„Ég treysti honum, ég veit hversu vel hann les leikinn. Hann er fljótur að læra og núna veit fólk hversu öflugur hann er."

Tanganga var ánægður með tækifærið og þakkaði fyrir sig að leikslokum.

„Ég er þakklátur stjóranum fyrir að treysta mér, félaginu fyrir að gefa mér þetta tækifæri og liðsfélögunum fyrir að treysta mér. Ég er tilbúinn hvenær sem stjórinn þarfnast mín."

Hinn tvítugi Tanganga var valinn maður leiksins af BBC.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner