Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 14. janúar 2020 15:11
Elvar Geir Magnússon
Þróttur fær Atla Geir úr Njarðvík (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Geir Gunnarsson, tvítugur varnarmaður sem uppalinn er í Njarðvík, hefur gengið til liðs við Þrótt.

Hann verður löglegur með liðinu á morgun í Reykjavíkurmótinu þegar liðið leikur gegn ÍR.

Atli Geir lék á síðasta tímabili með Njarðvík en hann var um tíma á mála hjá Keflavík og lék með þeim tvo leiki í Pepsi deildinni keppnistímabilið 2018 en að auki á hann að baki tvo leiki með U18 ára landsliðinu.

„Við bjóðum Atla Geir velkominn í Dalinn, í hjartað í Reykjavík," segir á heimasíðu Þróttar.

Þróttur bjargaði sér frá falli úr 1. deildinni í lokamferðinni í fyrra en Njarðvík féll úr deildinni ásamt Haukum.

Gunnar Guðmundsson tók við þjálfun Þróttar í vetur.
Athugasemdir
banner
banner
banner