Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 14. janúar 2021 16:10
Elvar Geir Magnússon
Jón Guðni í Hammarby (Staðfest)
Jón Guðni Fjóluson.
Jón Guðni Fjóluson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmaðurinn Jón Guðni Fjóluson er genginn í raðir sænska úrvalsdeildarfélagsins Hammarby.

Jón Guðni er 31 árs varnarmaður sem spilaði áður í Svíþjóð með Sundsvall og Norrköping.

Jón Guðni var mikilvægur hlekkur í liði Brann en þar áður spilaði hann fyrir Krasnodar í Rússlandi. Þá á hann 17 landsleiki fyrir Ísland.



Í upphafi ársins var greint frá því að Jón Guðni væri í viðræðum við Hammarby og nú hefur verið tilkynnt um að samningar hafi náðst. Sagt er að samningur hans sé til þriggja ára en Hammarby hafnaði í áttunda sæti sænsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner