Liverpool blandar sér í baráttuna um Baleba - Tonali til Chelsea? - Real Madrid á eftir Rodri - Chelsea undirbýr risatilboð í Rogers
   fim 14. janúar 2021 14:30
Magnús Már Einarsson
Pogba um toppslaginn: Þetta er stórt augnablik
„Þetta verður fallegur leikur fyrir alla," sagði Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, í viðtali við BBC fyrir leikinn gegn Liverpool á sunnudag.

Spennan er að magnast fyrir toppslag liðanna á Anfield á sunnudaginn.

Manchester United fór upp fyrir Liverpool á topp deildarinnar með sigri á Burnley í fyrrakvöld.

„Þetta er stór leikur og við verðum að vera tilbúnir í hann. Við vissum að ef við myndum vinna (Burnley) þá yrðum við á toppnum þegar við mætum Liverpool," sagði Pogba.

„Við þurfum að vera rólegir, núna er stórt augablik. Við sjáum hvað gerist."
Athugasemdir
banner
banner