Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 14. janúar 2021 11:06
Elvar Geir Magnússon
Setja Rúnar Alex á lista yfir verstu kaup Arsenal
Rúnar Alex Rúnarsson.
Rúnar Alex Rúnarsson.
Mynd: Getty Images
Enska götublaðið Daily Mail fer það langt að setja íslenska markvörðinn Rúnar Alex Rúnarsson í níunda sæti á lista yfir verstu kaup Arsenal síðustu ár.

Í inngangi að listanum er sagt að kveikjan af því að hann hafi verið settur saman sé slæm frammistaða Íslendingsins.

Rúnar Alex hefur fengið slæma umfjöllun í bresku pressunni eftir að hafa varið mark Arsenal í 4-1 tapi gegn Manchester City í deildabikarnum.

Þrátt fyrir að setja Rúnar Alex á listann segir í umfjöllun blaðsins að hann þurfi að fá ákveðinn slaka, hann sé enn að læra og ekki langt síðan hann kom til Arsenal.

„Frammistaða hans hefur skapað hræðslu meðal stuðningsmanna Arsenal varðandi hvað muni gerast ef Leno meiðist. En það þarf að hafa í huga að Rúnarsson var alltaf hugsaður sem þriðji markvörður með svigrúm fyrir bætingu eftir að félaginu mistókst að ná inn varamarkverði síðasta sumar," segir í umfjölluninni.

„Arsenal þarf nauðsynlega að fá inn varamarkvörð og mun reyna það núna í janúarglugganum."

Hér er listinn:

1) PARK CHU-YOUNG
2) KABA DIAWARA
3) SEBASTIEN SQUILLACI
4) IGORS STEPANOVS
5) ANDRE SANTOS
6) FRANCIS JEFFERS
7) KIM KALLSTRÖM
8) DENIS SUAREZ
9) RÚNAR ALEX RÚNARSSON
10) YAYA SANOGO
Athugasemdir
banner
banner