Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 14. mars 2020 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Gætu sameinað mexíkósku deildina og MLS
Mynd: Getty Images
Mexíkóska deildin (Liga MX) og bandaríska deildin (MLS) hafa átt í góðu samstarfi undanfarin ár.

ESPN greinir frá því að samstarf deildanna gæti orðið talsvert nánara, svo náið að þær sameinist og verði að einni 50-liða ofurdeild eftir nokkur ár.

Báðar deildirnar gera sterkt tilkall til að komast inn á lista yfir tíu bestu deildir heims. Báðar laða þær gríðarlega marga áhorfendur og myndu sjónvarpsáhorfendur tvöfaldast með sameiningu.

Hugmyndin er að gera 50-liða ofurdeild þar sem bestu liðin myndu mætast í úrslitakeppni.
Athugasemdir
banner
banner