lau 14. mars 2020 08:44
Ívan Guðjón Baldursson
Karren Brady og forseti Lyon vilja ógilda tímabilið
Mynd: Getty Images
Karren Brady, varaforseti West Ham, er sammála Jean-Michel Aulas, forseta Lyon, um að ógilda eigi knattspyrnutímabilið vegna kórónaveirunnar.

Bæði telja þau best að hætta við tímabilið og byrja aftur upp á nýtt næsta haust.

Þetta yrði mikill skellur fyrir félög á borð við Liverpool, Paris Saint-Germain, Leicester og Rennes sem hafa gert afar góða hluti á tímabilinu.

„Það rökrétta í stöðunni er að hætta við tímabilið og byrja upp á nýtt næsta haust," sagði Aulas í viðtali við Le Monde.

Brady tók svo í svipaða strengi í viðtali við The Sun. „Það eina sanngjarna í stöðunni er að hætta við tímabilið."

Lyon er níu stigum frá Evrópusæti í frönsku deildinni á meðan West Ham er í fallbaráttu á Englandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner