Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 14. apríl 2019 19:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp: Þakklátur að vera hluti af þessu
Mynd: Getty Images
„Þetta var mjög góður leikur. Erfiður gegn sterkum andstæðingi," sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, eftir 2-0 sigur á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Liverpool er á toppnum með tveggja stiga forystu á Manchester City, sem á þó leik til góða.

„Takturinn í okkar leik var góður. Við reyndum - sköpuðum, áttum sendingar og skot. Við gerðum nánast allt."

Mohamed Salah skoraði glæsilegt mark og þaggaði niður í stuðningsmönnum Chelsea.

„Þetta var stórkostlegt mark, í heimsklassa. Þetta var frábært mark í alla staði."

Jordan Henderson hefur verið að spila vel að undanförnu.

„Ég þekki Steven Gerrard aðeins sem manneskju, ég veit lítið um leiðtogahæfileika hans. Hendo er frábær fyrirliði fyrir félagið, ég hef sagt það frá fyrsta degi. Hann hefur verið sjóðheitur í síðustu þremur leikjum okkar."

Mun Liverpool ná að landa sínum fyrsta Englandsmeistaratitli frá 1990?

„Við verðum að reyna að vinna síðustu leiki okkar. Við virðum alla andstæðinga okkar mjög mikið. Við vitum að Cardiff er að berjast fyrir lífi sínu."

„Ég er svo þakklátur að vera hluti af þessu. Við búumst við því að City vinni alla sína leiki. Við þurfum að fá eins mörg stig og við getum og ef við verðum meistarar þá er það frábært, en ef við verðum það ekki þá er þetta enn mjög gott fótboltalið."

Leikirnir sem Liverpool á eftir:
Cardiff (úti)
Huddersfield (heima)
Newcastle (úti)
Wolves (heima)

Leikirnir sem Man City á eftir:
Tottenham (heima)
Manchester United (úti)
Burnley (úti)
Leicester (heima)
Brighton (úti)
Athugasemdir
banner
banner
banner