Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mið 14. apríl 2021 13:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gummi Ben: Það eru ekki margir með betri vinstri fót á Íslandi
Áslaug Munda í treyju númer tvö
Áslaug Munda í treyju númer tvö
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir er vinstri bakvörður sem verður tvítug í sumar. Hún var í íslenska landsliðshópnum sem spilaði tvo leiki við landslið Ítalíu á síðustu dögum.

Áslaug byrjaði leikinn á laugardag og lék allan leikinn en kom inn á sem varamaður í gær og spilaði síðustu tuttugu mínúturnar.

Það eru gerðar miklar væntingar til Áslaugar að taka við keflinu af Hallberu Guðnýju Gísladóttur þegar þar að kemur. Hallbera tjáði sig um Áslaugu á fréttamannafundi.

„Mér finnst hún frábær leikmaður. Við erum svolítið svipaðir leikmenn. Hún er framtíðin í þessu liði. Við viljum báðar spila og ég tel að við getum það báðar. Ef hún spilar þá bakka ég hana 100% upp en ég vil að sjálfsögðu halda áfram að spila," sagði Hallbera.

Guðmundur Benediktsson lýsti leik Íslands og Ítalíu í gær en fyrr um daginn var hann í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon. Gummi fór fögrum orðum um Áslaugu.

„Það eru ungir leikmenn sem eru tilbúnir að taka við keflinu," sagði Gummi.

Máni Pétursson, þáttarstjórnandi, sagði að það væri gott að sjá að Áslaug væri farin að spila aftur með landsliðinu eftir meiðsli en Áslaug var frá stærstan hluta síðasta sumars.

„Ég hef aðeins fengið að sjá hana á æfingum og held að ég geti fullyrt, ef við tökum karlana líka með, að það eru ekki margir með betri vinstri fót á Íslandi. Það er ótrúlegt vald sem hún hefur á spyrnum."

„Ég er einnig spenntur, þó ég ráði engu um það, að sjá hana jafnvel framar á vellinum. Ég held að það sé hægt að nýta þennan vinstri fót framar á vellinum til að búa til mörk og skora mörk,"
sagði Gummi.

Viðtal við Áslaugu:
Ætla mér klárlega einn daginn að spila erlendis (5. maí '20)


Athugasemdir
banner
banner