Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   mið 14. apríl 2021 17:30
Magnús Már Einarsson
Rashford tæpur fyrir morgundaginn - Þrír í banni
Marcus Rashford, framherji Manchester United, er tæpur fyrir leik liðsins gegn Granada í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar á morgun.

Rashford kom til baka úr meiðslum í síðustu viku en hann var aftur fjarverandi á æfingu United í dag og óvíst er hvort hann spili á morgun.

Manchester United er með 2-0 forskot eftir fyrri leikinn á Spáni í síðustu viku.

Luke Shaw, Scott McTominay og Harry Maguire fengu allir gult spjald í fyrri leiknum og verða í banni á morgun.
Athugasemdir