Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 14. maí 2020 14:53
Elvar Geir Magnússon
Sagt að ensk úrvalsdeildarfélög hafi áhuga á Andra Fannari
Andri á landsliðsæfingu.
Andri á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ítalska blaðið La Gazzetta dello Sport segir að stórlið hafi áhuga á íslenska unglingalandsliðsmanninum Andra Fannari Baldurssyni.

Þessi spennandi leikmaður er hjá Bologna og lék sinn fyrsta leik í ítölsku A-deildinni þegar hann kom inn af bekknum í febrúar og spilaði þá 35 mínútur.

Sagt er að Andri Fannar hafi heillað hjá Bologna með gæðum sínum og góðum persónuleika.

Samkvæmt frétt blaðsins hefur Bologna síðustu vikur fengið fullt af fyrirspurnum varðandi Andra; frá fimm stórum ítölskum félögum og þremur enskum úrvalsdeildarfélögum.

Andri Fannar er 18 ára gamall miðjumaður og er yngsti Íslendingur sem spilað hefur í einni af sterkustu deild Evrópu.

Bologna er sagt ákveðið í að halda Andra Fannari hjá félaginu og ætlar að gera nýjan samning við hann til 2024.

Andri Fannar var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net nýlega en viðtalið við hann má heyra í spilaranum hér að neðan.
Útvarpsþátturinn - Bjarni Jó og Andri Fannar
Athugasemdir
banner
banner