Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
banner
   fim 14. maí 2020 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Þjálfari Alfreðs braut einangrunarreglur - Verður ekki á hliðarlínunni
Heiko Herrlich, þjálfari Alfreðs Finnbogasonar hjá Augsburg, verður ekki á hliðarlínunni gegn Wolfsburg á laugardaginn.

Herrlich braut einangrunarreglur og má því ekki stýra sínum mönnum á heimavelli.

„Ég gerði mistök með því að fara út af hótelinu. Þó ég hafi fylgt öllum reglum um hreinlæti þá get ég ekki dregið þetta til baka," sagði Herrlich.

Augsburg er fimm stigum frá fallsvæðinu á meðan Wolfsburg er í Evrópubaráttu.

Alfreð hefur verið mikið frá vegna meiðsla á tímabilinu en hefur þó komið við sögu í síðustu sjö deildarleikjum Augsburg, yfirleitt af bekknum.
Athugasemdir
banner
banner