fös 14. maí 2021 21:49
Brynjar Ingi Erluson
Einkunnir úr leik Newcastle og Man City: Torres bestur - Aké fær 5
Ferran Torres var bestur
Ferran Torres var bestur
Mynd: EPA
Ferran Torres var maður leiksins er Manchester City vann Newcastle United 4-3 á St. James' Park í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en hann gerði þrennu í leiknum.

Það var mikið um að vera í leiknum. Bæði lið geta slakað á en Man City varð meistari á dögunum eftir tap Manchester United gegn Leicester og þá er ljóst að Newcastle verður áfram í deildinni.

Torres gerði þrennu fyrir Man City í leiknum. Fyrsta markið var stórglæsilegt en hann skoraði með hælnum eftir aukaspyrnu Ilkay Gündogan. Þá gerði hann tvö mörk með tveggja mínútuna millibili í þeim síðari.

Hann var maður leiksins og fær 8 en liðsfélagi hans, Nathan Aké, var slakastur með 5.

Newcastle: Dubravka (7), Krafth (7), Fernandez (6), Dummett (6), Murphy (6), Shelvey (7), Willock (7), Ritchie (6), Almiron (7), Saint-Maximin (7), Joelinton (7).

Man City: Carson (6), Walker (6), Garcia (7), Ake (5), Cancelo (7), Rodri (7), Gundogan (7), Sterling (6), Silva (7), Torres (8), Jesus (6).
Varamenn: Mendy (6).
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner