Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fös 14. maí 2021 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Oliver lenti í því sama og Gary Cahill - Cahill tilbúinn að aðstoða
Oliver Stefáns
Oliver Stefáns
Mynd: Norrköping
Oliver Stefánsson greindist með blóðtappa rétt fyrir neðan háls á dögunum.

Oliver er átján ára gamall Skagamaður sem er á mála hjá Norrköping í Svíþjóð. Hann hefur verið ótrúlega óheppinn með meiðsli frá komu sinni til Svíþjóðar og á dögunum varð ljóst að hann má mjög takmarkað æfa og ekkert spila næsta hálfa árið.

Miðvörðurinn er á blóðþynningslyfjum og má ekki gera neitt líkamlega erfitt.

„Ég má í raun ekki gera neitt, allavega ekkert líkamlega erfitt, á meðan ég er á þessum lyfjum," sagði Oliver við Fótbolta.net.

„Ég er bara að horfa á æfingar þessa dagana og bíð eftir því að fara í aðra skoðun á mánudag."

„Ég get gert lítið fótboltatengt, nánast ekkert nema verið með á öllum fundum, svo horfi ég á allar æfingar og allt tengt þeim."


Segðu mér aðeins frá þessari skoðun á mánudag.

„Þetta er ekki hefðbundin skoðun. Gary Cahill, sem margir kannast við, fékk nákvæmlega eins og ég fyrir HM 2010. Þetta er mjög sjaldgæft, Aggi umboðsmaður hringdi í Grétar Rafn Steinsson og hann þekkir Cahill. Cahill bauð fram sína aðstoð og að við gætum heyrt í þeim sem aðstoðuðu hann á sínum tíma."

„Það þurfti að taka rifbein úr honum og það verður skoðað hvort sama verði gert við mig. Það gæti verið að það sé of þröngt á milli rifbeinsins og viðbeinsins og þess vegna hafi þessi tappi myndast,"
sagði Oliver.
Athugasemdir
banner