Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 14. maí 2021 23:03
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola um Newcastle: Þetta er rosalega erfiður mótherji
Pep Guardiola
Pep Guardiola
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Man City, var ánægður með 4-3 sigurinn á Newcastle United í kvöld en viðurkennir að liðið þurfi að laga varnarleikinn í föstum leikatriðum.

Það var markasúpa á St. James' Park í kvöld og gat Guardiola hvílt nokkra lykilmenn.

Hann var í heildina ánægður með sigurinn og sérstaklega Torres sem var í öðruvísi hlutverki.

„Þetta eru ótrúlegar tölur og mörk hjá honum á fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Hann er svo ungur og beinskeittur. Þetta er náungi sem var keyptur sem vængmaður en við gætum þurft að spila honum frammi. Hann er góður leikmaður," sagði Guardiola.

„Við spiluðum gegn tíu leikmönnum í teignum því þeir vörðust svo djúpt. Þeir sækja svo á hröðum skyndisóknum. Þetta er mjög erfiður andstæðingur. Þrátt fyrir þetta náðum við að finna réttu svæðin en við fengum samt á okkur þrjú mörk úr föstum leikatriðum og við þurfum að laga það."

Scott Carson spilaði svo sinn fyrsta leik í City-treyjunni en hann hefur verið á láni hjá félaginu frá Derby County síðustu tvö árin.

„Ég var svo ánægður fyrir hans hönd. Hann er mikilvægur leikmaður fyrir okkur. Þetta er alvöru leiðtogi og þetta var fullkominn leikur til að leyfa honum að spila," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner