Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 15. maí 2021 11:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kjartan Atli spáir í fjórðu umferð Pepsi Max-deildarinnar
Kjartan Atli við hlið Tómasar Inga Tómassonar.
Kjartan Atli við hlið Tómasar Inga Tómassonar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tvö frá Lennon
Tvö frá Lennon
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Böddi löpp var með þrjá rétta þegar hann spáði í leiki 3. umferðar í Pepsi Max-deild karla. Hann varð með því sá getspakasti af spámönnum Fótbolta.net til þessa í sumar.

Kjartan Atli Kjartansson er þáttarstjórnandi í Pepsi Max stúkunni á Stöð 2 Sport. Hann er spámaður fyrir 4. umferð deildarinnar sem hefst á sunnudag og lýkur á mánudag.

Víkingur 2 - 3 Breiðablik (Sunnudag 19:15)
Blikar taka þennan leik 2-3. Markaleikir hjá báðum liðum í síðustu umferð, sóknarmenn búnir að finna taktinn og reima á sig markaskóna. Thomas Mikkelsen heldur áfram að setja hann og ég spái því að einn af skemmtilegri leikmönnum deildarinnar, að mínu mati, Erlingur Agnarsson skori allavega eitt fyrir Víking.

Leiknir R 1 - 1 Fylkir (Sunnudag 19:15)
Hér sé ég jafntefli í kortunum og held að bæði lið skori. Segjum 1-1. Seðlabankastjórinn læðir inn einu fyrir Fylki. Dagur Austmann skorar mark Leiknis. Þetta verður baráttuleikur.

Keflavík 1 - 2 KA (Mánudag 18:30)
Í gegnum tíðina hef ég ekki séð neitt lið oftar en Keflavík, ég verð enn "starstruck" þegar ég hitti leikmenn liðsins frá tíunda áratug síðustu aldar. Maður var spenntur að sjá liðið í Pepsi Max deildinni og hafa Keflvíkingar verið sprækir. KA er þó ólseigt lið og ég held að Akureyringarnir haldi sigurgöngu sinni áfram og leggi Keflvíkinga 1-2 með marki í blálokin.

KR 1 - 1 Valur (Mánudag 19:15)
Þetta verður taktísk barátta þessara stórvelda og mun enda með jafntefli. Ég sé lokatölurnar verða 1-1. Tvö mörk snemma og svo munu tveir góðir þjálfarar gera sitt til þess að tapa ekki leiknum.

HK 3 - 4 FH (Mánudag 19:15)
HK-liðið er til alls líklegt og á sínum degi er það eitt skemmtilegasta lið deildarinnar. FH-ingar eru að finna taktinn hægt og rólega. Þrátt fyrir góða uppskeru er kemur að stigum held ég að liðið eigi enn nokkra gíra eftir til að komast á fullt. Ég held að FH nái í sigur í þessum leik og tippa á að lokatölur verði 3-4. Verðum við ekki að tippa á einn alvöru markaleik? Steven Lennon átti góðan leik í Kórnum á síðustu leiktíð, honum líður vel innandara. Reyndar utandyra líka, ef út í það er farið. Hann setur allavega tvö.

ÍA 1 - 2 Stjarnan (Mánudag 19:15)
Skagamenn lentu í skakkaföllum í síðustu umferð og óskar maður meiddum leikmönnum góðs og skjóts bata. Stjarnan hefur ekki náð fluginu enn og manni finnst ára liðsins svolítð skrítinn akkúrat núna. Ég held að Stjarnan sæki sigur upp á Skaga. Þessi leikur endar 1-2. Eyjólfur Héðinsson skorar annað tímabilið í röð á Akranesi. Viktor Jónsson jafnar og Óli Valur Ómarsson skorar sigurmarkið. Yrði það þá enn eitt markið sem uppalinn Álftnesingur skorar fyrir Stjörnuna.

Fyrri spámenn:
Böddi löpp - 3 réttir
Hjörvar Hafliða - 2 réttir
Jósef Kristinn - 1 réttur
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner