Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 14. maí 2021 18:00
Elvar Geir Magnússon
Laporta borðaði hádegismat með Koeman - Vill meiri sóknarleik hjá Barcelona
Joan Laporta, forseti Barcelona.
Joan Laporta, forseti Barcelona.
Mynd: EPA
Joan Laporta, forseti Barcelona, borðaði hádegismat með stjóranum Ronald Koeman á Via Veneto veitingastaðnum í Barcelona í gær.

Barcelona gerði 3-3 jafntefli gegn Levante um helgina og urðu titilvonir Börsunga þá að nánast engu.

Laporta og Koeman sátu saman í tvo og hálfan tíma áður en þeir yfirgáfu staðinn í sama bíl og voru báðir með bros á vör.

Mundo Deportivo segir að ekki hafi verið um formlegan fund að ræða en Laporta hefur mikið spjallað við Koeman að undanförnu þar sem verið er að plana næsta tímabil.

Barcelona hefur ekki staðið undir væntingum á tímabilinu og er sagt að Laporta hafi sagt Koeman að það þurfi meira hugrekki í spilamennsku liðsins. Liðið þurfi að skora fleiri mörk og sækja meira.

Laporta sé ánægður með starf Koeman sem hafi tekið við liðinu á erfiðum tíma. Framtíð Koeman er þó í óvissu og vangaveltur um það hvort hann haldi áfram á næsta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner