Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 14. maí 2021 15:30
Elvar Geir Magnússon
Man Utd sagt ætla að gera 40 milljóna punda tilboð í Varane
Raphael Varane.
Raphael Varane.
Mynd: EPA
Mirror segir að Manchester United sé að undirbúa 40 milljóna punda tilboð í Raphael Varane, varnarmann Real Madrid.

Ole Gunnar Solskjær hefur sagt yfirmönnum sínum að hann vilji fá Varane til að vera við hlið fyrirliðans Harry Maguire í miðverði United á næsta tímabili.

Varane vann HM með Frakklandi 2018 en hefur verið hjá Real síðasta áratug. Fréttir herma að hann hafi tilkynnt Madrídarliðinu að hann vilji takast á við nýja áskorun.

Varane er 28 ára og á eitt ár eftir af samningi sínum. United telur sig geta nýtt þá stöðu með því að landa honum fyrir um 40 milljónir punda.

Solskjær hefur sagt að United þurfi tvo til þrjá leikmenn í hæsta gæðaflokki til að berjast um titilinn og er forgangsatriði að fá inn miðvörð.
Athugasemdir
banner
banner