Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 14. maí 2022 20:45
Brynjar Ingi Erluson
3. deild: Númi gerði bæði mörkin í Grafarvogi
Númi Kárason skoraði bæði mörk Dalvíkur/Reynis
Númi Kárason skoraði bæði mörk Dalvíkur/Reynis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Önnur umferðin í 3. deild karla kláraðist í dag með fjórum leikjum en Dalvík/Reynir og Víðir hafa unnið báða leiki sína og eru með fullt hús stiga.

Númi Kárason skoraði bæði mörkin er Dalvík/Reynir vann Vængi Júpiters, 2-0. Hann gerði fyrra markið á 3. mínútu og gulltryggði sigurinn þremur mínútum fyrir leikslok.

Kormákur/Hvöt vann ÍH, 3-2. Ante Marcic skoraði sigurmark gestanna undir lok leiksins og þá vann Víðir lið Sindra 2-1 eftir að hafa lent undir.

Kári náði í fyrsta sigurinn er liðið skoraði þrjú gegn engu marki KFS. Fylkir Jóhannsson, Andri Júlíusson og Axel Freyr Ívarsson gerðu mörk Kára í leiknum.

Úrslit og markaskorarar:
Víðir 2 - 1 Sindri
0-1 Hermann Þór Ragnarsson ('22 )
1-1 Jóhann Þór Arnarsson ('59 )
2-1 Aron Freyr Róbertsson ('66 )

ÍH 2 - 3 Kormákur/Hvöt
0-1 Viktor Ingi Jónsson ('13 )
1-1 Dagur Traustason ('43 )
1-2 Ante Marcic ('47 )
2-2 Dagur Traustason ('68 )
2-3 Ante Marcic ('87 )

Kári 3 - 0 KFS
1-0 Fylkir Jóhannsson ('18 )
2-0 Andri Júlíusson ('37 )
3-0 Axel Freyr Ívarsson ('90 )
Rautt spjald: Oskar Wasilewski ('47, Kári), Leó Viðarsson ('62, KFS)

Vængir Júpiters 0 - 2 Dalvík/Reynir
0-1 Númi Kárason ('3 )
0-2 Númi Kárason ('87 )
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner