Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 14. júní 2019 17:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
HM kvenna: Ítalía áfram - Girelli með þrennu
Girelli skoraði þrennu.
Girelli skoraði þrennu.
Mynd: Getty Images
Ítalía er komið áfram.
Ítalía er komið áfram.
Mynd: Getty Images
Jamaíka 0 - 5 Ítalía
0-1 Cristiana Girelli ('12 , víti)
0-2 Cristiana Girelli ('25 )
0-3 Cristiana Girelli ('46 )
0-4 Aurora Galli ('71 )
0-5 Aurora Galli ('81 )

Ítalía er komið áfram í 16-liða úrslit Heimsmeistaramóts kvenna í Frakklandi eftir 5-0 sigur gegn Jamaíka.

Leikurinn byrjaði á miklu vafaatriði. Dómari leiksins dæmdi vítaspyrnu fyrir Ítalíu með hjálp VAR. Cristiana Girelli steig á punktinn og klúðraði. Dómarinn ákvað það hins vegar að vítið skyldi taka aftur þar sem hún mat það svo að markvörður Jamaíka hefði verið komin af línunni áður. Girelli tók vítaspyrnuna aftur og skoraði þá.

Girelli bætti við öðru marki sínu á 25. mínútu og var staðan 2-0 í hálfleik. Þegar nokkrar sekúndur voru liðnar af seinni hálfleiknum fullkomnaði hún þrennu sína.

Aurora Galli kom inn á sem varamaður og hún skoraði tvö mörk áður en leiknum lauk. Fyrra markið hennar var einstaklega glæsilegt.

Lokatölur 5-0 fyrir Ítalíu sem er búið að vinna báða leiki sína og er komið áfram í 16-liða úrslit. Jamaíka hefur tapað báðum leikjum sínum.

Í kvöld mætast England og Argentína í D-riðli. Leikurinn hefst klukkan 19:00.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner