Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 14. júní 2021 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Diego til Albacete (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Diego Jóhannesson var í dag tilkynntur sem nýr leikmaður Albacete á Spáni, hægri bakvörðurinn mun leika með liðinu á komandi leiktíð. Hann skrifar undir tveggja ára samning með möguleika á einu ári til viðbótar.

Diego yfirgaf Real Oviedo á dögunum eftir tíu ár hjá félaginu. Albacete var neðsta lið B-deildarinnar á síðustu leiktíð og spilar því í C-deild á næsta tímabili.


Diego er 27 ára gamall og uppalinn á Spáni en faðir hans er íslenskur.

Diego komst fyrst í fréttirnar árið 2014 þegar Fótbolti.net hafði samband við kauða, sem hafði þá verið að spila glimrandi vel með Oviedo. Í kjölfarið var kallað eftir því að hann yrði tekinn inn í íslenska landsliðið sem varð svo að veruleika tæpum tveimur árum síðar.

Diego hefur leikið þrisvar sinnum fyrir íslenska landsliðið en hann spilaði síðast með liðinu í nóvember árið 2017.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner