Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 14. júlí 2018 17:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Everton vann 22-0! - Markmaðurinn nennti þessu ekki lengur
Leikmenn Everton mæta til leiks í dag.
Leikmenn Everton mæta til leiks í dag.
Mynd: Getty Images
Everton mætti liði sem heitir ATV Irdning í Austurríki í dag, í æfingaleik. Þetta var fyrsti leikur Marco Silva sem stjóri Everton, en Gylfi Þór Sigurðsson var ekki með - líklega vegna þess að hann spilaði með Íslandi á HM í Rússlandi.

Leikmenn Everton hafa líklega aldrei spilað auðveldari leik en hann endaði 22-0!

Þetta er stærsti sigur í sögu Everton en metið sem áður var stóð í 133 ár - það var 14-0 sigur gegn New Ferry árið 1885.

Ekki amaleg byrjun fyrir Marco Silva en myndbandið hér að neðan sýnir bara hversu slakur mótherjinn var í dag.

Mörk Everton: Mirallas 5, Tosun 4, Niasse 4, Lookman 3, Vlasic 2, Holgate, Keane, Baines, sjálfsmark.







Athugasemdir
banner
banner
banner
banner