Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 14. júlí 2020 23:19
Brynjar Ingi Erluson
Lampard: Ég vildi meira en það getur beðið
Frank Lampard og Ole Gunnar Solskjær berjast um Meistaradeildarsæti
Frank Lampard og Ole Gunnar Solskjær berjast um Meistaradeildarsæti
Mynd: Getty Images
Frank Lampard, stjóri Chelsea, vildi lítið segja um Meistaradeildarbaráttuna eftir 1-0 sigurinn á Norwich í kvöld en Chelsea er nú með fjögurra stiga forystu á bæði Leicester og Manchester United.

Chelsea er með 63 stig í 3. sæti deildarinnar en Leicester og Manchester United eru fjórum stigum á eftir og eiga leik inni.

Leicester og Man Utd mætast í lokaumferðinni og er því Chelsea í ágætis stöðu.

„Á þessu stigi tímabilsins eru úrslit ótrúlega mikilvæg og við fengum ekki mörg færi á okkur. Við sýndum mikla fagmennsku," sagði Lampard.

„Ég vildi meira en það getur beðið. Þetta snýst allt um úrslitin núna."

„Það er erfitt að spá fyrir um efstu fjögur. Þetta er enska úrvalsdeildin og þetta er alls ekki auðvelt. Í stað þess að gefa ykkur tilganslaus svör þá segi ég bara að við tökum þessi þrjú stig, pælum bara í því sem við erum að gera, horfum á önnur lið og hugsum um FA-bikarinn,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner