Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 14. júlí 2020 21:11
Brynjar Ingi Erluson
Vildi ekki þjálfa De Gea lengur - „Hann var óheiðarlegur"
David De Gea
David De Gea
Mynd: Getty Images
Emilio Alvarez, fyrrum markvarðarþjálfari hjá Manchester United, segir að David De Gea, markvörður félagsins, hafi stungið hann í bakið er hann framlengdi við félagið.

Alvarez og De Gea hafa farið í gegnum súrt og sætt saman en Alvarez var ráðinn til að þjálfa De Gea og hófst það ferli hjá Atlético Madríd.

De Gea var seldur til Manchester United árið 2011 en er Jose Mourinho tók við United árið 2016 þá var ákveðið að fá Alvarez til félagsins til að halda áfram að þjálfa De Gea. Alvarez yfirgaf hins vegar United eftir að De Gea framlengdi við félagið.

„Það er ekki satt að Man Utd hafi látið mig fara. Þegar De Gea framlengdi þá bauð United mér að vera áfram en það var ég sem óskaði eftir því að hitta félagið og segja þeim að ég hefði ekki áhuga á að vera áfram," sagði Alvarez.

„Félagið bað mig um að framlengja en ég sagði þeim að ég væri á förum og það var ekki útaf því ég vildi yfirgefa félagið heldur af því ég vildi hætta að þjálfa De Gea."

„Fyrir utan það að vera markmannsþjálfarinn hans þar sem ég sýndi honum allan minn stuðning, þá var ég líka manneskjan sem sannfærði hann um að fara til United. Ég var hans hægri hönd í Manchester."

„Það er Jorge Mendes og Jose Mourinho að þakka að ég fór til United. Þeir vildu að ég myndi hjálpa David að þróa leik sinn og halda honum hjá félaginu. Hann vildi fara á þessum tímapunkti en eftir þriggja ára stanslausa vinnu og fundi með United þar sem félagið ætla að gera hann að lauanhæsta leikmanni heims þá framlengdi hann án minnar vitundar. Mér fannst það óheiðarlegt af honum."

„Meðan þessar samningaviðræður voru í gangi þá missti hann samband við þann sem sá um viðræður fyrir hann og var að hjálpa honum að fá meira borgað. Á síðustu mínútu mætti annar maður inn í málið og ég sagði við David að mér litist nú ekkert á blikuna og að þetta væri óheiðarlegt."

„Ég spurði svo David af hverju hann sagði ekkert við mig og hann tjáði mér það að hann mætti ekki segja neinum. Þetta hafði áhrif á mig. Minn skilningur á þessu fagi er að þú getur ekki hjálpað einhverjum að þróast ef það er ekki fullkomið traust á milli þessara aðila og þess vegna ákvað ég að fara frá United,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner