Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   mið 14. ágúst 2019 17:00
Magnús Már Einarsson
Mourinho: Joao Felix getur ekki skorast undan ábyrgð
Jose Mourinho segir að portúgalski sóknarmaðurinn Joao Felix verði strax að sýna sínar bestu hliðar hjá Atletico Madrid eftir að félagið pungaði út 114 milljónum punda fyrir hann í sumar.

Hinn 19 ára gamli Felix skoraði 20 mörk í 43 leikjum með Benfica á síðasta tímabili en hann á að fylla skarð Antoine Griezmann hjá Atletico Madrid.

„Það er áskorun framundan hjá honum því hann er með hæfileika og félagið hefur fjárfest í honum," sagði Mourinho.

„Ég tel að hann geti ekki skorast undan ábyrgð. Það skiptir ekki máli hvort hann sé 18, 20 eða 25 ára:"

„Það sem skiptir máli eru hæfileikarnir og ábyrgðin sem hvílir á herðum hans."

Athugasemdir
banner
banner