Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 14. ágúst 2019 13:15
Magnús Már Einarsson
Unglingalið QPR gekk af velli eftir kynþáttafordóma
Úr leik hjá aðalliði QPR.
Úr leik hjá aðalliði QPR.
Mynd: Getty Images
Leikmenn U18 ára liðs QPR gengu af velli í æfingaleik gegn Sevilla í síðustu viku eftir að leikmenn liðsins urðu fyrir kynþáttafordómum frá andstæðingum sínum.

Leikmenn Sevilla létu ljót orð falla um leikmenn QPR og gerðu einnig hljóð sem líktist apa.

Trent Mahorn, varnarmaður QPR, ákvað að ganga af velli í kjölfarið og liðsfélagar hans gerðu slíkt hið saman.

Ljót atvik með kynþáttafordómum hafa komið upp í heimsfótboltanum undanfarnar vikur en á dögunum labbaði Jordi Osei-Tutu af velli eftir kynþáttafordóma í leik Bochum og St. Gallen.

Um þarsíðustu helgi varð fjölskylda Cyrus Christie, leikmanns Fulham, einnig fyrir kynþáttafordómum í stúkunni í leik Fulham og Barnsley.
Athugasemdir
banner
banner
banner