Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 14. ágúst 2020 17:00
Magnús Már Einarsson
Andri Fannar: Miklu meiri vinna og mótlæti en maður býst við
Mynd: Getty Images
Andri Fannar Baldursson, leikmaður Bologna, var gestur í hlaðvarpsþættinum Ungstirnin á Fótbolta.net í gær. Andri Fannar spilaði sjö leiki í Serie A á nýliðnu tímabili en hann er einungis 18 ára gamall. Andri segir þó að atvinnumannalífið sé öðruvísi en hann bjóst við á yngri árum.

„Þegar maður var yngri þá heldur maður alltaf að það að vera atvinnumaður í fótbolta sé dans á rósum, maður sé að spila fótbolta og fá mikinn pening," sagði Andri Fannar.

„Þetta er ekki alveg þannig. Þetta er miklu meiri vinna og þaðer miklu meira mótlæti en maður býst við. Það er stutt á milli að vera í byrjunarliðinu og það gangi vel yfir í að vera í kuldanum á bekknum. Þú þarft að vera mjög traustur, hafa mikla trú á sjálfum þér og standa með sjálfum þér í þessu."

Pabbi Andra Fannars bjó með honum á Ítalíu síðastliðinn vetur en þegar boltinn byrjaði aftur eftir Covid pásu bjó hann á hóteli.

„Þetta var frekar erfitt. Ég var í 14 daga í sóttkví á hóteli og mátti ekki æfa. Ég fór út að hlaupa í kringum hótelið. Ég bjó einn í þrjá mánuði á hóteli. Ég var bara að æfa og síðan á hótelinu, Þetta er bara verkefni sem þarf að leysa," sagði Andri Fannar.

Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Ungstirnin - Fyrsti þáttur: Andri Fannar gestur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner