Liverpool og Man Utd fylgjast með þróun mála hjá Vinícius - Liverpool hefur átt í viðræðum um Antoine Semenyo - Gallagher eftirsóttur
   sun 14. ágúst 2022 21:25
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Roma, Lazio og Fiorentina byrja á sigrum
Jovic skoraði í sínum fyrsta deildarleik með Fiorentina.
Jovic skoraði í sínum fyrsta deildarleik með Fiorentina.
Mynd: Heimasíða Fiorentina

Það fóru fjórir leikir fram í fyrstu umferð ítalska boltans í dag þar sem Fiorentina, Lazio og Roma unnu sína leiki.


Fiorentina tók á móti nýliðum Cremonese og vann með sigurmarki seint í uppbótartíma þrátt fyrir að hafa verið leikmanni fleiri allan seinni hálfleikinn.

Cremonese fór inn í seinni hálfleikinn marki undir og manni færri en náði að jafna leikinn og sýndi flotta frammistöðu. Það var talsvert meiri einstefna þegar jafnt var í liðum í fyrri hálfleik.

Rolando Mandragora gerði sigurmark Fiorentina en Luka Jovic og Giacomo Bonaventura komust á blað í fyrri hálfleik. 

Fiorentina 3 - 2 Cremonese
1-0 Giacomo Bonaventura ('16)
1-1 David Okereke ('19)
2-1 Luka Jovic ('34)
2-2 Cristian Buonaiuto ('68)
3-2 Rolando Mandragora ('95)

Bryan Cristante gerði þá eina mark Roma á útivelli gegn Salernitana í afar fjörugum leik. 

Paulo Dybala, Tammy Abraham og Nicoló Zaniolo byrjuðu saman í gífurlega öflugri sóknarlínu og komust allir nálægt því að skora í leiknum en inn vildi boltinn ekki.

Heimamenn í Salernitana fengu mikið af hálffærum og hefðu getað gert jöfnunarmark en það hafðist ekki. Niðurstaðan sanngjarn sigur Rómverja sem verða þó að nýta færin betur í framtíðinni.

Salernitana 0 - 1 Roma
0-1 Bryan Cristante ('33)

Þá var mikill hasar í Róm þar sem Lazio tók á móti Bologna og missti nýja markvörðinn sinn af velli með rautt spjald eftir aðeins fimm mínútna leik. Hrikalega klaufalegt hjá Luis Maximiano sem tók boltann upp utan vítateigs og var rekinn af velli enda aftasti varnarmaður.

Ekki skánuðu hlutirnir fyrir heimamenn þegar dómari leiksins dæmdi vítaspyrnu og steig hinn umtalaði Marko Arnautovic á punktinn og skoraði. 

Það var ekki að sjá að heimamenn væru manni færri og ríkti jafnræði í þokkalega opnum og skemmtilegum leik. Undir lok fyrri hálfleiks fékk Adama Soumaoro, leikmaður Bologna, tvö gul spjöld á fjórum mínútum og þá var orðið jafnt í liðum.

Lazio tókst að gera jöfnunarmark í síðari hálfleik þegar Lorenzo De Silvestri varð fyrir því óláni að gera sjálfsmark og tíu mínútum síðar skoraði Ciro Immobile eftir stoðsendingu frá Sergej Milinkovic-Savic.

Bologna tókst ekki að sækja jöfnunarmark og niðurstaðan 2-1 sigur Lazio í skrautlegri viðureign.

Lazio 2 - 1 Bologna
0-1 Marko Arnautovic ('38, víti)
1-1 Lorenzo De Silvestri ('68, sjálfsmark)
2-1 Ciro Immobile ('79)
Rautt spjald: Luis Maximiano, Lazio ('6)
Rautt spjald: Adama Soumaoro, Bologna ('45)

Að lokum skoraði M'Bala Nzola eina mark leiksins í 1-0 sigri Spezia gegn Empoli.

Gestirnir frá Empoli stjórnuðu ferðinni en áttu í erfiðleikum með að skapa sér dauðafæri og átti Bartlomiej Dragowski góðan leik á milli stanganna.

Spezia 1 - 0 Empoli
1-0 M'Bala Nzola ('36)


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Roma 12 9 0 3 15 6 +9 27
2 Milan 12 7 4 1 18 9 +9 25
3 Napoli 12 8 1 3 19 11 +8 25
4 Inter 12 8 0 4 26 13 +13 24
5 Bologna 12 7 3 2 21 8 +13 24
6 Como 12 5 6 1 17 7 +10 21
7 Juventus 12 5 5 2 15 11 +4 20
8 Lazio 12 5 3 4 15 9 +6 18
9 Sassuolo 12 5 2 5 16 14 +2 17
10 Udinese 12 4 3 5 12 20 -8 15
11 Cremonese 12 3 5 4 13 16 -3 14
12 Torino 12 3 5 4 11 21 -10 14
13 Atalanta 12 2 7 3 14 14 0 13
14 Cagliari 12 2 5 5 12 17 -5 11
15 Parma 12 2 5 5 9 15 -6 11
16 Pisa 12 1 7 4 10 16 -6 10
17 Lecce 12 2 4 6 8 16 -8 10
18 Genoa 12 1 5 6 11 19 -8 8
19 Fiorentina 12 0 6 6 10 19 -9 6
20 Verona 12 0 6 6 7 18 -11 6
Athugasemdir
banner