Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 14. ágúst 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Marseille að fá Kabore frá City - 20 milljóna kaupmöguleiki
Kabore er tæklarinn á myndinni.
Kabore er tæklarinn á myndinni.
Mynd: EPA

Fabrizio Romano greinir frá því að Olympique Marseille sé að ganga frá lánssamningi fyrir Issa Kaboré, 21 árs hægri bakvörð Manchester City.


Kaboré var á láni hjá Troyes, systurfélagi Man City, á síðustu leiktíð og var fastamaður í byrjunarliðinu er félagið lifði fallbaráttuna af í efstu deild franska boltans.

Kaboré, sem á nú þegar 27 landsleiki að baki fyrir Búrkína Fasó, skrifar undir eins árs lánssamning við Marseille með 20 milljón evra kaupmöguleika.

Marseille endaði í öðru sæti á síðustu leiktíð og hefur styrkt leikmannahópinn sinn gífurlega mikið í sumar.

Kaboré mun berjast við Jonathan Clauss, sem var meðal annars eftirsóttur af Manchester United í sumar, um byrjunarliðssæti. Clauss var keyptur til Marseille fyrr í sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner