Franska félagið Marseille hefur sótt framherjann Elye Wahi frá Lens en þetta var tilkynnt í gær.
Marseille hefur verið duglegt á markaðnum í sumar en það hefur þegar landað leikmönnum á borð við Mason Greenwood og Pierre-Emile Höjbjerg.
Nú er hinn 21 árs gamli Wahi kominn til félagsins frá Lens fyrir 30 milljónir evra.
Wahi skrifaði undir fimm ára samning við Marseille, en þetta þýðir líklega það að Eddie Nketiah sé ekki á leið til félagsins frá Arsenal.
Marseille er á leið inn í tímabilið með nýjan þjálfara en Roberto De Zerbi tók við liðinu eftir að hafa yfirgefið Brighton eftir síðustu leiktíð. Á síðustu leiktíð breytti liðið fjórum sinnum um þjálfara er það hafnaði í 8. sæti deildarinnar.
???? Mercato_2425
— Olympique de Marseille (@OM_Officiel) August 13, 2024
???? ???????????????? ???????????????? ????????
???? Palais Longchamp
????? 13/08/24
?????? #WahiEstOlympien pic.twitter.com/lr42fGnRPn
Athugasemdir