Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 14. september 2019 15:07
Ívan Guðjón Baldursson
4. deild: Ægir vann Elliða í úrslitaleiknum
Meistarar Ægis.
Meistarar Ægis.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Elliði endaði í 2. sæti.
Elliði endaði í 2. sæti.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Síðustu leikjum sumarsins í 4. deild karla var að ljúka. Ægir vann Elliða í úrslitaleiknum á meðan Hvíti riddarinn og Kormákur/Hvöt fóru í vítaspyrnukeppni eftir 2-2 jafntefli.

Staðan var markalaus í hálfleik hjá Elliða og Ægi í Egilshöllinni. Garðar Logi Ólafsson kom Ægi yfir í síðari hálfleik og innsiglaði Stefan Dabetic sigurinn á 80. mínútu. Ásgrímur Þór Bjarnason bætti svo þriðja markinu við í uppbótartíma.

Liðin fóru saman upp úr C-riðli þar sem Ægir endaði fyrir ofan. Eina tap Ægis í sumar kom á útivelli gegn Elliða. Bæði lið munu leika í 3. deildinni næsta sumar.

Elliði 0 - 3 Ægir
0-1 Garðar Logi Ólafsson ('60)
0-2 Stefan Dabetic ('80)
0-3 Ásgrímur Þór Bjarnason ('94)

Upplýsingar um markaskorara eiga eftir að berast úr viðureign Hvíta riddarans og Kormáks/Hvatar. Liðin mættust í úrslitaleik um þriðja sætið en bæði lið munu leika áfram í 4. deildinni næsta sumar.

Hvíti riddarinn hafði betur í fjörugum leik gegn og vann því bronsverðlaunin. Þessi tvö lið komust saman upp úr B-riðli þar sem eina tap Kormáks/Hvatar kom í fyrstu umferð, gegn KB.

Hvíti riddarinn 4 - 3 Kormákur/Hvöt

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner