Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 14. september 2019 10:21
Ívan Guðjón Baldursson
Barcelona gæti reynt við Mbappe
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Landsleikjahléð er búið og byrjar enski boltinn að rúlla aftur í dag. Slúðrið fór þó aldrei í hlé og eru helstu sögusagnir dagsins hér fyrir neðan. Þar er meðal annars rætt um framtíð David De Gea sem er afar óljós.

Barcelona gæti reynt að fá Kylian Mbappe, 20, í staðinn fyrir Neymar, 27, eftir misheppnaðar viðræður við PSG í sumar. (Mundo Deportivo)

West Ham yfirbauð FC Bayern til að ganga frá kaupunum á Sebastien Haller, 25, í sumar. Hann hafði gert góða hluti hjá Frankfurt undanfarin misseri. (Daily Mail)

Javi Gracia var rekinn fyrir að mistakast að laga vörnina og fyrir að vilja ekki nota nýja leikmenn sem voru keyptir til félagsins í sumar. (Sky Sports)

Samningsviðræður Man Utd og David De Gea, 28, hafa staðnað. Edwin van der Sar telur markvörðinn ekki vera ómissandi. (Marca)

De Gea er búinn að skrifa undir nýjan fimm ára samning. (Daily Record)

Jan Vertonghen, 32, vill skrifa undir nýjan samning við Tottenham. Núverandi samningur rennur út næsta sumar. (Football Insider)

Tottenham er þá búið að bjóða Christian Eriksen, 27, nýjan samning. Hann myndi fá 230 þúsund pund í vikulaun. Óljóst er þó hvort Daninn vilji vera áfram í ljósi áhuga frá Real Madrid og Man Utd meðal annars. (Daily Mail)

Southampton hefur áhuga á að kaupa Yari Verschaeren frá Anderlecht. (Calciomercato)

Sol Bamba, 34, gæti verið mögulegur arftaki Neil Warnock hjá Cardif. Bamba gekk í raðir Cardiff 2016. (South Wales Evening Post)

Leeds United er búið að bjóða Liam Cooper, 28, nýjan samning til að halda honum frá úrvalsdeildarfélögunum sem vilja fá hann til sín. (Football Insider)

Ralph Hasenhuttl, stjóri Southampton, vonast til að sannfæra Pierre-Emile Hojbjerg, 24, um að skrifa undir nýjan samning. Hojbjerg yrði annars falur á frjálsri sölu næsta sumar. (Daily Echo)

Man City og Man Utd hafa áhuga á Florentino Luis, 20 ára miðjumanni Benfica. (Mirror)

Steve Bruce, stjóri Newcastle, segist hafa reynt að kaupa Virgil van Dijk þegar hann var við stjórnvölinn hjá Hull City. (Guardian)

Jose Mourinho hefur trú á Frank Lampard og telur hann geta gert góða hluti við stjórnvölinn hjá Chelsea þrátt fyrir reynsluleysi. (Sky Sports)

Troy Parrott, 17 ára framherji Tottenham, er eftirsóttur af stærstu liðum Evrópu. Spurs er þegar búið að missa einn ungan leikmann frá sér í sumar og mun bjóða Parrott bættan samning í tilraun til að halda honum. (Calciomercato)

Ofurumboðsmaðurinn Mino Raiola hefur áhuga á að bæta Wilfried Zaha, 26, við skjólstæðingahóp sinn. Zaha er hjá Crystal Palace og hefur verið að reyna að komast í burtu frá félaginu en án árangurs. Þess vegna hefur hann ákveðið að skipta um umboðsmann.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner