Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 14. september 2019 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola: Getur ekki alltaf búist við sigrum eða 100 stigum
Mynd: Getty Images
„Hamingjuóskir til Norwich," sagði Pep Guardiola, stjóri Manchester City, eftir 3-2 tap gegn Norwich í ensku úrvalsdeildinni á þessum sunnudegi.

„Við verðum að læra af þessu og halda áfram."

„Sendingarnar okkar voru ekki slæmar. Við sköpuðum okkur færi en náðum ekki að skora úr þeim í dag. Þeir eru gott lið með góða leikmenn, við sáum það í Championship-deildinni í fyrra."

„Í fótbolta er ekki alltaf hægt að forðast mistök. Ég veit ekki hversu mörg skot við áttum eða hversu mörg skot þeir áttu, en fótboltinn snýst um mörk og hvað þú gerir í teig andstæðingsins."

,Fólk getur ekki alltaf búist við sigrum frá okkur eða 100 stigum. Núna jöfnum við okkur og komum sterkir til baka," sagði Guardiola við Sky Sports.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner