Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 14. september 2019 20:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúnar Alex á bekknum - Sverrir og Albert ónotaðir varamenn
Rúnar Alex Rúnarsson.
Rúnar Alex Rúnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Alex Rúnarsson var kominn á varamannabekkinn hjá Dijon þegar liðið gerði jafntefli gegn Nîmes í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Rúnar hafði byrjað fyrstu fjóra deildarleiki Dijon - allt tapleikir. Alfred Benjamin Gomis var kominn í markið hjá Dijon í kvöld og hélt hann hreinu er Dijon fékk sitt fyrsta stig.

Albert Guðmundsson og Sverrir Ingi Ingason voru ónotaðir varamenn, eins og Rúnar Alex, í kvöld.

Albert sat allan tímann á varamannabekknum hjá AZ Alkmaar í 5-1 sigri liðsins á Sparta Rotterdam. AZ er í fjórða sæti með 10 stig eftir fimm leiki.

Rétt eins og fyrri daginn, þá var Sverrir Ingi Ingason allan tímann á bekknum hjá PAOK í grísku úrvalsdeildinni. Sverrir horfði á PAOK vinna 3-2 útisigur gegn Atromitos. PAOK er með þrjá sigra í fyrstu þremur leikjum tímabilsins.

Willum lék síðustu mínúturnar
Í úrvalsdeildinni í Hvíta-Rússlandi lék Willum Þór Willumsson síðustu mínúturnar þegar BATE Borisov vann 2-1 sigur á Gorodeja á heimavelli sínum.

Willum kom inn á þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og hjálpaði hann sínum mönnum að landa sigrinum. BATE er í öðru sæti, fimm stigum frá toppnum. BATE á leik til góða á topplið Brest.

Willum stóð sig mjög vel með U21 landsliðinu í leikjum gegn Lúxemborg og Armeníu á dögunum.

Sjá einnig:
Willum farinn að banka fast á A-landsliðsdyrnar?
Athugasemdir
banner
banner
banner