Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 14. september 2021 15:31
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Man Utd í Sviss: Ronaldo byrjar
Ronaldo þegar hann steig um borð í flugvélina til Sviss.
Ronaldo þegar hann steig um borð í flugvélina til Sviss.
Mynd: Getty Images
Leikur Young Boys og Manchester United í Meistaradeildinni verður klukkan 16:45 en liðin eru í F-riðli ásamt Villarreal og Atalanta sem mætast svo í kvöld.

Úrúgvæski sóknarmaðurinn Edinson Cavani ferðaðist ekki með United í leikinn vegna meiðsla.

Cristiano Ronaldo er í byrjunarliði United en það má sjá hér að neðan. Ole Gunnar Solskjær gerir þrjár breytingar frá 4-1 sigrinum gegn Newcastle. Donny van de Beek, Fred og Victor Lindelöf koma inn fyrir Mason Greenwood, Nemanja Matic og Raphael Varane.

Þess má geta að þjálfari Young Boys er David Wagner en hann tók við liðinu í sumar. Wagner er fyrrum þjálfari Huddersfield þar sem hann gerði frábæra hluti.

Young Boys er að taka þátt í riðlakeppni Meisaradeildarinnar í annað sinn í sögu félagsins.

Byrjunarlið Young Boys: Von Ballmoos, Hefti, Camara, Lauper, Garcia, Fassnacht, Sierro, Martins Pereira, Aebischer, Ngamaleu, Elia.

Byrjunarlið Manchester United: De Gea; Wan-Bissaka, Lindelöf, Maguire, Shaw; Pogba, Fred; Van de Beek, Fernandes, Sancho; Ronaldo.

(Varamenn: Heaton, Kovar, Bailly, Dalot, Varane, Mata, Matic, Lingard, Elanga, Greenwood, Martial)

Smelltu hér til að sjá dagskrá Meistaradeildarinnar í dag


Athugasemdir
banner